Konur eru enn fúsari til að mennta sig.

 
Nýlega birti Hagstofa Íslands athyglisverðar upplýsingar um vilja landsmanna til að mennta sig. Haustið 2006 voru skráðir nemendur í framhalds- og háskólastig fleiri en nokkru sinni eða samtals 44.129. Þar af voru 26.958 skráðir í framhaldsskóla og 17.171 í háskóla. Fjöldi skráðra nema í háskóla hefur aukist um 63,6% frá haustinu 2000 en nemendum á framhaldsskólastigi hefur fjölgað um 35.4% frá sama ári.
Kvöldskólanám í framhaldsskólum hefur verið á undanhaldi allt frá 2003 en þá voru 8,1% skráðir í kvöldskóla en nú eru þeir aðeins 5,4%. Þeim mun meiri áhugi er á fjarnámi en þar hefur nemendum fjölgað um 37,6% frá árinu 2005.
Hlutfall kvenna er á báðum skólastigum hærra, haustið 2006 eru 54,5% nemenda í framhaldsskóla konur og í háskólum 62,7%.
1125