Í grein í tímariti lýðskólanna er sjónum beint að því að miðaldra konur neyta oftast menningar í Danmörku. Þetta kemur fram í rannsókninni „Virkni Dana í menningu og afþreyingu 2004 (”Danskernes kultur- og fritidsaktiviteter 2004”) og í nýlegri könnun sem Menningarstofnunin hefur látið gera, þar kemur fram að dæmigerður gestur á safni er 55 ára kona frá höfuðborgarsvæðinu sem les helst fagurbókmenntir. Karlar eru hins vegar í meirihluta þegar kemur að framleiðslu menningar, þeir eru virkir í stjórnum menningarstofnana og verk þeirra oftar sýnd á listasöfnum. Í greininni er fjallað um niðurstöður kannananna á hinum dæmigerða menningarneytanda í ljósi kynjamismunar, fordóma og lýðræðis.
Lesið greinina: Hojskolebladet.dk