Kórónufaraldurinn bitnar harðast á þeim sem standa höllustum fæti á vinnumarkaði

Símenntun og færniþróun

 
Mynd: Guilherme Cunha Mynd: Guilherme Cunha

Kórónufaraldurinn bitnar jafnt og fyrri kreppur helst á láglaunafólki. Í þessari kreppu verða markhópar eins og ungmenni, eldri borgarar, ófaglærðir, þau sem ekki eru langskólagengin og innflytjendur frá öðrum löndum en Vesturlöndum harðast úti. Í Kórónafaraldrinum á vordögum misstu helmingi fleiri hópar ófaglærðra vinnuna í samanburði við launþega með meðallanga eða langa menntun að baki.

Hluti þeirra starfa sem þessir hópar sinna hverfur alveg. Þess vegna telur forstjóri Viðskiptaráðs verkalýðshreyfingarinnar í Danmörku það vera úrslitaatriði að efla aðgerðir er varða þróun hæfni og færni og veita ófaglærðum launþegum tækifæri til símenntunar. Færniþróun á sviðum tækni, stafrænna og grænna umbreytinga muni gagnast ófaglærum vel.

Nánar:

Grein hjá Viðskiptaráði verkalýðshreyfingarinnar https://ae.dk/artikler/coronakrisen-har-ramt-endnu-mere-skaevt-end-finanskrisen-men-det-kan-loeses

Grein hjá Viðskiptaráði verkalýðshreyfingarinnar https://ae.dk/artikler/politikerne-skal-forstaa-at-coronakrisen-rammer-skaevt