Krafa um samstarf við störf fyrir unglinga

 
Það tekur sífellt lengri tíma fyrir unglinga að komast út í atvinnulífið. Styttri námstími og aukið samstarf á milli samfélagsins og fyrirtækja eru á meðal tillagna sem lagðar hafa verið fram með það að markmiði að auðvelda unglingum að fá vinnu. Lengdur námstími er ein af ástæðunum en í hugleiðingum Lil Ljunggren Lönnberg er bent á fleiri atriði. Athuganir hafa leitt í ljós að það er ekki síður mikilvægt að gæði menntunarinnar séu mikil. Náms- og starfsval unglinga verður auðveldara ef samstarf við atvinnulífið er gott og upplýsingar eru nægilega góðar. Ungt fólk sem lokið hefur einhverju framhaldsnámi eftir stúdentspróf gengur betur að fóta sig á vinnumarkaði. Námstíminn verður því stundum of langur. Hvatinn til þess að fara út á vinnumarkaðinn verður að verða greinilegri bæði fyrir þá sem standa að menntuninni og námsmennina.
1097