Löng skýrsla um fræðslusambönd og fjárhag

 

 

Helmingur fræðsluaðila telur að fjárframlögin hafi afgerandi eða mikil áhrif á námskeiðshaldið. Þetta er meðal niðurstaðna í skýrslunni „Økonomi i studieforbund“ (Fjárhagur fræðslusambandanna), sem var gerð af Oxford Research í samstarfi við endurskoðunarfyrirtækið BDO að beiðni Vox.

Í skýrslunni kemur fram að helmingur fræðsluaðila eða 22 af 44 svarenda mundi annað hvort ekki hafa haldið úti námskeiðs-/fræðslustarfsemi yfirhöfuð eða aðeins með miklum niðurskurði ef fjárframlögin falla niður. „Þetta sýnir hve stóru hlutverki framlög til fullorðinsfræðslunnar gegna í námskeiðshaldi“ segir Gro Holstad framkvæmdastjóri samtaka fræðslusambanda. „Ef þessar tölur gilda fyrir alla á sviðinu, þá veita framlögin tækifæri til þess að halda rúmlega 20.000 námskeið á ári. Það er mikil fræðsla fyrir peningana“ segir Holstad.  

Lesið um málið á vef vofo.no hér 

Lesið skýrsluna hér