Lýst er eftir umsóknum í styrkjaáætlun Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna

 

 
Styrkjaáætlun fyrir samstarf Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna á sviði atvinnulífs og iðnaðar á að efla efnahagslegt samstarf, nýsköpun og frumkvöðulshátt til þess að auka samkeppnishæfni Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Áætlunin veitir styrki til mismunandi aðila í atvinnulífinu og iðnaði til þess að fara í námsheimsóknir og verknámsferðir auk símenntunar og samstarfsverkefna.
Norræna ráðherranefndin og ríkisstjórnir Eistlands, Lettlands og Litháen leggja um 2 milljónir danskra króna til áætlunarinnar á þessu ári.
Frestur til að senda inn umsóknir rennur út 15. október 2009. 
Smellið HÉR fyrir nánari upplýsingar.