Málstofa um fyrirmyndarverkefni

 

 
Verkefnin eru dæmi um hvernig hægt er að beita menntun og fræðslu til þess að mæta breytingum á vinnumarkaði. Málstofan er hluti af færniþróunarverkefni NVL, með það að markmiði að bera kennsl á hvað einkennir velheppnuð færniþróunarverkefni sem hrint er í framkvæmd vegna breytinga á vinnumarkaði.
Dæmin átta, sem kynnt voru á málstofunni fólu í sér verkefni sem miðuð að byggðaþróun, færniaukningu, faglegri þróun og nýbreytni á sviði háskólamenntunar. Þátttakendur komu víða að, fulltrúar Mennta- og menningarmálaráðuneytis, Samtaka atvinnulífsins, ASÍ, menntavísindasviði HÍ sem og stjórnendur símenntunarmiðstöðva voru með á staðnum og aðrir fylgdust með á vefnum.