Margir atvinnuleitendur halda áfram námi

 

Fimm af tíu þátttakendum í námsörvandi lýðskólanámskeiðum halda áfram námi eða fá atvinnu að loknu námskeiðinu. Þetta kemur fram í tölum frá Vinnumálastofnuninni og Alþýðufræðsluráðinu. Og nærri fjórir af hverjum tíu þátttakendum námsörvandi námskeiðum lýðskólanna árið 2012 hafa valið að halda áfram námi innan hefðbundna skólakerfisins.

 

Um leið og atvinnuleysi minnkar fækkar tækifærum þeirra sem ekki hafa lokið námi úr framhaldsskóla. Um það bil 30 þúsund unglingar sem eru á skrá hjá Vinnumálastofnuninni hafa ekki lokið námi úr framhaldsskóla. Námshvetjandi námskeið í lýðskólunum eru hluti aðgerða menntastefnu 2010-2014 og ná til 20 þúsund atvinnuleitenda, einkum ungs fólks. Árið 2014 verða 8000 pláss í boði. Þátttakendur eru ánægðir með námskeið lýðskólanna. Sjö af tíu telja að þeir séu reiðubúnir til áframhaldandi náms. Helmingur hefur öðlast aukið sjálfstraust.

Meira: Folkbildning.se