Margskonar framtak víðsvegar um Grænland að lokinni ráðstefnu um lestrar- og ritunarfærni fullorðinna

 

 
Í Sisimiut hefur r verið settur á laggirnar  vinnuhópur sem á að vinna staðbundið að aðgerðum fyrir þá sem eiga við lestrar- eða skriftarörðugleika að etja.  I Ilulissat er einnig tilsvarandi vinnuhópur.  Að hálfu Sulisartut Højskoli  í Qaqortoq hefur verið sótt um styrk til þess að gera einum af kennurunum kleift að leggja stund á nám fyrir kennara fyrir lesblinda.
Fyrir var lögð áhersla á lesblindu í tengslum við stofnun eftirskóla i Maniitsoq.  Á ráðstefnunni var stofnað félag til þess að efla tækifæri þeirra sem eiga við lestrar- eða ritunarörðugleika að stríða á Grænlandi.
Formlegar ályktanir frá ráðstefnunni voru afhentar tveimur fulltrúum landstjórnarinnar, annars vegar á sviði menntamála og hinsvegar vinnumarkaðar Palle Christiansen og Ove Karl Berthelsen. Þau tóku ályktunum vel og nú er unnið að því að hrinda af stað framkvæmdum samkvæmt ályktununum.