Í greinagerðinni kemur fram að til þess að efla mat á endurbótum á skólakerfinu er brýnt að matið sé skipulagt snemma í ferlinu, það er að segja um leið og drög að viðkomandi umbótum eru lögð. Þá geta umbæturnar og matsferlið haft gagnvirk áhrif.
Til þess að hægt verði að fylgjast með þróun þekkingar á ákveðnu tímabili er lagt til að til viðbótar við alþjóðlegar kannanir verði komið á kerfi til þess að meta þekkingu með stikkprufum.
Auknar og endurbættar upplýsingar um þátttakendur eins og t.d. með auknu aðgengi að einstaklingsupplýsingum geti auðveldað mat á aðgerðum til umbóta. Til þess að hægt sé að meta áhrif umbóta er oft þörf fyrir ákveðna söfnum upplýsinga sem varða viðkomandi umbætur. Þar með taldar bæði upplýsingar sem varða magn og gæði.
Nánar: www.regeringen.se/sb/d/18277/a/235948