Matsskýrsla um verkefnið „Ný vinnumarkaðsmenntun“

 
Vinnumarkaðsmenntunin (AMU) var árið 2001 flutt frá þáverandi Vinnumálaráðuneyti til Menntamálaráðuneytisins. Árið 2003 voru lögin um nýju vinnumarkaðsmenntunina samþykkt með virkni frá l. janúar 2004. Markmiðið með lögunum var að beina sjónarhorninu enn frekar að færni á vinnumarkaði, sveigjanleika í námi og menntun og samhenginu milli náms og þeirrar færni sem einstaklingurinn öðlast á vinnustað.
Námsmatsstofnun Danmerkur hefur lagt mat á verkefnið „Ný vinnumarkaðsmenntun“ og eru niðurstöður hennar m.a. þær að ófaglærðir og faglærðir starfsmenn  eigi nú kost á sveigjanlegu kerfi, sem hægt er að aðlaga starfsmönnum og þörfum fyrirtækja. Þátttakendur á námskeiðunum eru ánægðir en verkefnið „Ný vinnumarkaðsmenntun“ hefur enn sem komið er, fengið of litla kynningu meðal fyrirtækja. 
Lesið meira á www.uvm.dk/08/nok.htm?menuid=6410
1433