Með Umræðulestinni á að upplýsa Dani um þróunaraðstoð

 

 

65 % Dana finnst jákvætt að veita íbúum fátækustu lands heims aðstoð. Á sama tíma telja 70 % að þeir viti of litið um þá þróunaraðstoð sem veitt er frá Danmörku. Þess vegna hafa samtök fræðslusambanda, AOF og frjálsu félagsamtökin FIC Danmörku ákveðið að koma af stað umræðulestinni í samstarfi við danska ríkisútvarpið og með stuðningi frá Danida, dönsku þróunarsamvinnustofnuninni.

Umræðulestin á að fara á milli bæja og borga í Danmörku haustið og veturinn 2014. Markmiðið er að skapa umræður og auka þekkingu Dana á hvernig fjárframlögunum er varið. Í borgunum munu stjórnmálamenn, fólk úr atvinnulífinu og frá þróunarstofnunum og íbúar ræða ólík málefni varðandi þróunaraðstoð og neyðarhjálpar. Meðal annars reyna að svara spurningum eins og Gagnast aðstoðin  fátækasta fólki heimsins? Dregur hún úr fátæktinni og eykur sjálfshjálp þess? Hvernig er hægt að tryggja að aðstoðin berist þeim sem mesta hafa þörfina? Og er hægt að fá meiri þróun fyrir fjárframlögin á annan hátt?

Frétt frá AOF um Umræðulestina 

Umræðulestin á Facebook