Menntamálaráðuneytið kynnir frumkvöðlamenntun

 

 
Frumkvöðlamenntunin á rætur að rekja til árangurs af frumkvöðlaherferð menntamálaráðuneytisins og felur í sér tilboð til allra kennara og leiðbeinenda sem falla undir verksvið menntamálaráðuneytisins. Markmiðið er að treysta stöðu nýsköpunar í öllum aðferðum og kennslufræði einstakra menntastofnana.  Þess vegna skipa raunverulegar æfingar mikilvægan sess í öllum fjórum áföngum námsins, sem hægt er að beita þegar ögra á og breyta kennsluferli í eigin stofnun.
Boðið verður upp á menntunina sem tilraunaverkefni á vormánuðum og þátttakendur eru starfandi á  mismunandi menntastigum. Meðal þeirra ríkir tilhlökkun til þess að láta reyna á frjóar og skapandi aðferðir. Nánari upplýsingar um frumkvöðlamenntun er að finna í frumkvöðlatímaritinu
www.e-pages.dk/uvm/5/