Menntaútflutningi hraðað með sameiginlegu vegakorti

Menntaútflutningi frá Finnlandi verður hraðað meðal annars með því að vöruvæða menntaþjónustu, efla samstarf og fjarlægja hindranir fyrir menntaútflutning.

 
Allar aðgerðir sem hrinda á í framkvæmd á árunum 2016-2019 hafa verið færðar í vegakort fyrir menntaútflutning sem mennta- og menningarmálaráðuneytið birti þann 15. mars.

Haft er eftir mennta- og menningarmálaráðherranum Sanni Grahn-Laasonen að alþjóðlegur áhugi fyrir finnskri menntun sé mikill og því umtalsverðir vaxtamöguleikar á sviði menntaútflutnings. Í ráðuneytinu er stefnt að því að auka veltu aðila innan menntageirans um þriðjung á árunum fram til 2018.
834