Mikil áhersla á menntun í frumvarpi til fjárlaga

 

Sænska ríkisstjórnin vill greiða ungu fólki leið til starfa

Sænska ríkisstjórnin vill greiða ungu fólki leið til starfa, meðal annars með því að lækka virðisaukaskattinn á veitingarekstri. Á sviði vinnumarkaðsmála eru lagðar fram margar tillögur með því markmiði að veita fleira ungu fólki sem ekki hefur lokið prófum frá grunnskóla eða framhaldsskóla til þess að snúa aftur til náms auk þess að auka gæði og fjölga tilboðum um virkni fyrir unga atvinnuleitendur.

Ennfremur er lagðar fram tillögur um aðgerðir innan formlega skólakerfisins eins og ný nemapláss í starfsmenntaskólum fyrir fullorðna og starfsmenntaháskólum. Kostnaður við framkvæmd tillagnanna er talinn verða u.þ.b. 7,5 milljarður sænskra króna sem gert er ráð fyrir í væntanlegu frumvarpi sænsku ríkisstjórnarinnar til fjárlaga.

Nánar á Regeringen.se

Mikil áhersla á menntun í frumvarpi til fjárlaga

Í fjárlagafrumvarpi sænsku ríkisstjórnarinnar koma fram fleiri mikilvægar áherslur innan menntamála. Gert er ráð fyrir grettistaki við eflingu símenntunar fyrir kennara, umbótum á kennarastarfinu þar sem góðum kennurum verður veitt tækifæri til starfsframa, gæðaumbótum innan hugvísinda og samfélagsfræða í háskólum auk þess sem gert er ráð fyrir fjölgun nema í læknisfræði, tannlækningum, hjúkrunarfræði og verkfræði. 

Kennaraátaki II verður hrint í framkvæmd og um leið verður lögð áhersla á símenntun þar sem kennurum með réttindi en sem skortir þekkingu á einhverjum sviðum eða vegna námskeiða sem þeir eiga að kenna gefst kostur á að nálgast þá þekkingu. Sérstakar fjárveitingar eru ætlaðar til starfsmenntakennara og fyrir kennara sem eru án réttinda.  

Nánar á Regeringen.se

1448