Mikil áhersla lögð á sí- og endurmenntun kennara

 

Allir kennarar í opinberum og einkareknum skólum í Noregi – grunnskólum, framhaldsskólum og í fullorðinsfræðslu geta sótt um endurmenntun fyrir 15.mars. Nýungar á skólaárinu 2014/2015 er kerfi námsstyrkja fyrir kennara og að ríkið greiðir 75 % af kostnaði vegna afleysingakennara í náttúrugreinum og stærðfræði.

 

Menntamálaráðuneytið fer með yfirumsjón með úthlutun styrkjanna, en hún byggir á stefnu Norðmanna um færniþróun og gæði – endurmenntun kennara. 

Nánar um stefnuna, styrkina og námstilboðin á slóðinni: Udir.no.