Mikil ásókn í menntun

 
Kannanir sem Námsmatsstofnun hefur lagt fyrir úrtak nemenda við lok grunnskóla sýna að nær allir nemendur 10. bekkjar sjá fyrir sér að fara í störf sem krefjast umtalsverðrar menntunar. Í nýútkominni skýrslu, Ungt fólk 2006, sem byggð er á könnun meðal nemenda í 9. og 10 bekk grunnskóla vorið 2006 kemur fram að mikil aukning hefur verið í ásókn ungs fólks í menntun á æðri stigum á undanförnum árum. Árið 1997 sögðust um helmingur stefna á háskólanám, en árið 2005 töldu 67% stráka og 77% stelpna það mjög eða frekar líklegt að þau fari í háskólanám. Þessar niðurstöður eru staðfestar í könnunum Námsmatsstofnunar sem sýna að 76% nemenda í 10. bekk stefndu á háskólanám.
1171