Náms- og starfsráðgjöf í atvinnulífinu

Fögur náttúra umhverfis Nuuk á Grænlandi myndar ramma um ráðstefnu sem NVL og sérfræðinganet NVL um raunfærnimat bjóða til dagana 18.-19 mars 2014. Meginþema ráðstefnunnar er náms- og starfsráðgjöf í atvinnulífinu og þátttakendur eru hvaðanæva Norðurlanda.

 

Á ráðstefnunni flytja fræðimenn og starfandi erindi um frumkvöðulshátt, raunfærnimat, starfsval og þar að auki deila þátttakendur reynslu sinni. 
 
Markmiðið er að þátttakendur:
• Kynnist nýjum rannsóknum, aðferðum og nýrri þekkingu  
• Fái innblástur til eigin náms- og starfráðgjafar 
• Kynnist nýjum verkfærum við náms- og starfsráðgjöf í atvinnulífinu
• Taki í sameiningu þátt í þróun náms- og starfsráðgjafar í atvinnulífinu 

Ráðstefnan byggir á þremur meginefnum, sameiginlegri dagskrá um meginefnin og þremur vinnustofum að eigin vali um hvert meginefni. 

Nánari upplýsingar og skráning á http://nvl.suliplus.dk