Námvinnslu ber æ oftar á góma þegar rætt er um Grænland. Síðasta innlegg í umræðuna er útgáfa skýrslunnar Til gavn for Grønland (Grænlandi til góða). Að gerð skýrslunnar stóð nefnd undir stjórn prófessors Minik Rosing. Efni skýrslunnar beinist að því hvernig unnt er að nýta auðlindir Grænlands í þágu samfélagsins.
Eitt meginatriði skýrslunnar er að námavinnsla geti ekki forðað grænlensku samfélagi frá gagngerum og umfangsmiklum breytingu. Nefndin leggur til að Grænlendingar leggi allar tekjurnar í námusjóð sem unnt sé að nýta til markvissra fjárfestinga, meðal annars í tengslum við menntun.
Lesið alla skýrsluna: PDF
Anne Rønne, anneroenne(ät)gmail.com