Nordplus Voksen

 
Frestur til að skila inn umsókna er til 1. mars 2007 og gildir fyrir allar tegundir umsókna. Á árinu 2007 er aðeins einn umsóknafrestur:
Áherslur fyrir árið 2007 eru 4 á eftirfarandi þætti:
• Menntun allt lífið - þá sérstakleg viðurkenning á raunhæfni. Áhersla er lögð á þróun og leiðir til að meta og skrá raunhæfni jafnt í atvinnulífinu sem í almenningsfræðslu.
• Gæðaþróun í menntun t.d. með því að þátttakendur komi að matsferli.
• Áhrif fullorðinsfræðslu t.d. þróun tækja/aðferða til að meta áhrif menntunar/fullorðinsfræðslu.
• Grunnkunnátta fullorðinna, þ.e.a.s. lestrar-, rit-, reikni- og tölvukunnátta, lögð er áhersla á gæði.
Umsóknir sem hafa að geyma a.m.k. eitt af þessum áherslusviðum, auk þess sem þær uppfylla almennar gæðakröfur, njóta forgangs. Á hverju ári er um það bil 8 milljónum danskra króna til úthlutunar. Þátttakendur í hverju verkefni verða að vera frá að minnsta kosti tveimur löndum. Styrkir eru veittir til mismunandi ferða- og samstarfsverkefna. 
Ferðastyrkir eru veittir til kennara á sviði fullorðinsfræðslu, sem og stjórnenda, nemenda og
nemendaskipti í endur- og símenntun
Samstarfsverkefni eru styrkt á eftirfarandi sviðum
• Þemanet
• Þróunarverkefni
• Skráningarverkefni/stöðumat (kortlægningsprojekter).
Frekari upplýsingar eru á (link)
1062