Norskir kennarar verða að læra meira

 

 

Efling kennara er hluti af stefnumótun norsku ríkisstjórnarinnar til þess að auka þekkingu í skólum, auka gæði kennara og kennslu

„Ríkisstjórnin ætlar að skapa skóla þar sem nemendur læra meira. Þekking veitir öllum tækifæri, óháð bakgrunni. Þekking er grundvöllur starfanna sem við ætlum að lifa á í framtíðinni  og tryggja velferðina á næstu áratugum“, segir forsætisráðherra Norðmanna Erna Solberg.

Megin áherslur í stefnumótuninni eru:

  • Allir nemendur eiga að hafa kennara sem hafa sérhæfingu í stærðfræði, ensku og norsku
  • 5-ára nám til mastersgráðu fyrir kennaranema  
  • Hertar kröfur um einkunnir í stærðfræði til inntöku í kennaranám
  • Frekari aukning sí- og endurmenntunar fyrir kennara  
  • Innleiðing tilraunaverkefna um starfsþróun kennara  
  • Auka hæfni í fylkjum, sveitarfélögum og hjá skólastjórnendum til þess að skapa þekkingarskólann
  • Mynda teymi og styrkja fagfélög í skólunum

Nánar um eflingu kennara á heimasíðu þekkingarráðuneytisins  hér