Ný evrópsk heimasíða um góð dæmi um raunfærni

 

Leonardo da Vinci áætlunin hefur í tengslum stefnumótun í símenntun fvrir árin 2007 – 2013 skipað vinnuhóp „Transparency, Validation & Credit transfer“ sem á að miðla fyrirmyndar dæmum um verkefni sem hafa verið unnin með styrk frá áætluninni. Í þeim tilgangi hefur hópurinn opnað nýja heimasíðu.
Verkefnin fjalla um mat á raunfærni, gagnsæi þekkingar og færni og viðurkenningu á óformlegu og formlausu námi.
Nýja heimasíðan er fjármögnuð í sameiningu af Leonardo áætluninni og stofnun ítalska menntamálaráðuneytisins um ráðgjöf og menntamál.
Heimild: www.tg4transparency.com/index.asp (júní 2007)