Ný landsmiðstöð fyrir færniþróun

 

 
Landsmiðstöðin hefur fengið það hlutverk að vera miðstöð rannsókna og þarfagreininga og staðurinn þangað sem stjórnmálamenn, ráðuneyti, stofnanir, fyrirtæki og þátttakendur í fullorðinsfræðslu og sí- og endurmenntun snúa sér til þess að afla sér þekkingar og að fá innsýn í umhverfi fullorðinsfræðslu, sí- og endurmenntun. Stofnsetning og rekstur á Landsmiðstöð færniþróunar, tímabilið 2008-2010, hefur verið í útboði hjá Evrópusambandinu sem lauk í apríl 2008. Efstir í útboðinu var viðskiptafélag undir stjórn Kennaraháskóla Danmerkur (DPU). Eitt af mikilvægustu verkefnum landsmiðstöðvarinnar verður mat á öllum 22 fullorðinsfræðslufaghópum sem Menntamálaráðuneytið hefur sett á laggirnar.
Starfsmenn miðstöðvarinnar eru rannsakendur og sérfræðingar með sérþekkingu í árangursrannsóknum, þróun þekkingar, þekkingaröflunar og –miðlunar á sviði fullorðinsfræðslu og sí- og endurmenntunar. Að miðstöðinni standa Kennaraháskóli Danmerkur, Háskólinn í Árósum (DPU), Hagnýtar rannsóknir sveitarfélaga (AKF), Þekkingarsetur náms- og starfsráðgjafar (VUE), Landsmiðstöð þekkingar í raunfærnimati (NVR) ásamt Miðstöð rannsókna í atvinnumálum (Háskólinn í Álaborg) sem meðþátttakandi. Kennaraháskóli Danmerkur leiðir verkefnið og sér um daglega framkvæmdastjórn landsmiðstöðvarinnar sem verður staðsett hjá Kennaraháskóla Danmerkur á Tuborgvej í Kaupmannahöfn.
Lesið meira á  www.dpu.dk/site.aspx?p=6641&newsid1=712