Ný lög fyrir fagháskóla

 

 

Með nýju lögunum öðlast fagháskólarnir efnahagslegt og stjórnunarlegt sjálfstæði. Fagháskólarnir verða lögaðilar í formi hlutafélaga. Þeir fá grunnframlag frá ríkinu sem veitt er samkvæmt gæðum starfseminnar, árangri og umsvifum.

Lögin auðvelda ákvarðanatöku innan fagháskólanna, að hægt sé að sinna grundvallar verkefnum innan ríkjandi skipulags auk þess að veita sanngjarna og hæfilega hvatningu við starfsemina.

Finnska þingið hefur sett sem skilyrði að ríkisstjórnin fylgist vel með umbótum á fjármögnun fagháskólanna og ætla að meta umbæturnar árið 2018. Þá er einnig gert ráð fyrir að námsframboð háskólanna taki mið af þörfum atvinnulífsins og styðji við byggðaþróun.

Lögin öðlast gildi 1. janúar 2015.

http://www.minedu.fi/OPM/Tiedotteet/2014/11/amk.html?lang=sv