Ný miðstöð námsmats

Verkefni nýju miðstöðvarinnar felast meðal annars í því að taka saman upplýsingar fyrir þá sem móta menntastefnu og vinna að þróun menntunar. Miðstöðin á að meta menntun, starfsemi fræðsluaðila og háskóla auk þess að meta námsárangur.

 

Markmið miðstöðvarinnar er að sameina verkefni sem tengjast mati og matshæfni í eina afmarkaða heild auk þess að efla matsstarfsemi sem nær út yfir menntastig. Miðstöðina mynda þrjár núverandi stofnanir sem sinna mati: Ráð um mat á háskólum, Ráð um mat á menntun og  matsstarfssemi finnsku Menntastofnunarinnar.
Starfsemi í miðstöðinni hefst 1. Maí 2014 í Helsinki með samtals 40 starfsmönnum. 

Nánar á Oph.fi