Ný nefnd til þess að alþjóðavæða nám

 
Bertel Haarder, menntamálaráðherra í Danmörku hefur ákveðið að koma á fót nýrri nefnd til þess að alþjóðavæða nám. Nefndin á að vera ráðherranum til ráðgjafar um hvernig hægt sé að stuðla að því að nám í Danmörku verði alþjóðavætt. Með því skal stefnt að því að bæta tækifæri danskra námsmanna til þess að afla sér menntunar erlendis. Alþjóðavæðingin er liður í átaki dönsku ríkisstjórnarinnar til þess að markaðssetja Danmörku sem námsland.
Meira á:  www.uvm.dk og www.ciriusonline.dk.
1313