Ný rannsókn frá Skolverket sýnir að fáir nemendur taka stúdentspróf í komvux, fullorðinsfræðslu sveitarfélaga

Um 7000 nemendur í framhaldsskóla eru ár hvert nálægt því að ljúka prófi á einhverri almennri námsbraut

 
Ljósmynd: Pexels Ljósmynd: Pexels

Rannsóknin sem Skolverket gerði sýnir að aðeins fjórði hver nemandi í þessum hópi, sem ekki nær prófi í framhaldsskólanum, flytur sig yfir til komvux, fullorðinsfræðslu sveitarfélaganna. 

Aðeins tuttugasti hver nemandi tekur framhaldsskólapróf í komvux. Skolverket hefur skoðað nemendur sem fluttu sig yfir til komvux 18 mánuðum eftir að þeir yfirgáfu framhaldsskólann skólaárið 2014/15 með námsvitnisburð í stað framhaldsskólaprófs. 

– Það er augljóst að flestir nemendur sem vantar einhverja fáa áfanga til framhaldsskólaprófs sækja ekki til komvux strax á eftir. Það er þessvegna mikilvægt að framhaldsskólinn veiti nemendunum stuðning þannig að þeir nái að ljúka prófi. Þeir sem ekki ljúka, þrátt fyrir þetta, verða að fá greinagóðar upplýsingar um möguleikana sem bjóðast til að stunda nám í komvux, segir Marcello Marrone, yfirmaður fullorðinsfræðsludeildarinnar í Skolverket.  

Nemendur sem færa sig yfir í komvux til að bæta við framhaldsskólanám sitt stunda flestir nám í stærðfræði, sænsku og ensku. 

Stærðfræðin er það fag sem flestir eiga í erfiðleikum með í framhaldsskólanum og námsgreinin heldur áfram að vera erfið fyrir nemendur í komvux. 

Lesið meira hér á sænsku.