Líkan NVL og ráðleggingar fyrir rafræna náms- og starfsráðgjöf á sjálfstjórnarsvæðunum: Grænlandi Færeyjum og Álandseyjum.
Vinnuhópur NVL fyrir upplýsingatækni og náms- og starfsráðgjöf hefur gefið út skýrslu sem ber heitið Upplýsingatækni og náms- og starfsráðgjöf: Líkan og ráð fyrir rafræna náms- og starfsráðgjöf á sjálfstjórnarsvæðunum Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum.
Markmið skýrslunnar er að kortleggja þau tækifæri sem í boði eru fyrir rafræna ráðgjöf og nám fullorðinna á Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum og leggja fram ráð um hvernig hægt er að koma á fleiri kerfum fyrir rafræna-ráðgjöf. Markhópur skýrslunnar eru stjórnmálamenn og ráðuneyti á sjálfstjórnarsvæðunum.
Ráð um net-ráðgjöf í skýrslunni
Reynsla vinnuhóps NVL um upplýsingatækni og náms- og starfsráðgjöf hefur veitt meðlimum í hópnum gagnlega reynslu og þekkingu um hvernig unnt er að koma á kerfum fyrir rafræna ráðgjöf.
Vinnuhópur NVL leggur þess vegna til að:
– Koma á rafrænum ráðgjafarverkefnum til reynslu í 3–5 ár, þar sem netþjónustan er staðsett á „neti“ umdæmisins. (Álendingar hafa þegar hrint sínu verkefni af stað).
– Meðlimir hópsins taka þátt og veita rafræna ráðgjöf fyrir yfirvöld og taka þátt verkefninu á upphafsþrepi umdæmisverkefnanna um rafræna ráðgjöf
– Náms- og starfsráðgjafar fullorðinna á Grænlandi og Færeyjum eru þjálfaðir í notkun kerfisins frá Puzzel (Álendingar hafa aðra lausn fyrir þetta).
– Mat og niðurstöður um árangur af rafrænni ráðgjöf verða skjalfest og „hagaðilar“ innleiðingar veita umsögn.
– Færeyska líkanið fyrir menntun náms- og starfsráðgjafa verður endurtekið, en sem norrænt verkefni að þessu sinni, þar sem ráðgjafar frá öllum þremur löndunum geta sótt sér menntunina
– Ráðgjafarnir safna tölfræði við vinnuna
– Ráðgjafar sem ljúka menntuninni eru hvattir til að birta greinar um ráðgjöf, rafræna ráðgjöf og áhrif hennar á meðal annars á fjölbreytni í fámennum samfélögum, félagslegt jafnrétti, og svo framvegis og bæta við þekkingu á rannsóknum sem snúast um náms- og starfsráðgjöf.
Hægt er að lesa skýrsluna hér. Ef þú vilt vita meira geturðu haft samband við framkvæmdastjóra NVL Antra Carlsen, antr@via.dk.