Ný stofnun á Álandseyjum

 

Hinni nýju stofnun hefur verið falin ábyrgð á þremur sviðum, þar af er framhaldsfræðsla eitt. Hin fela í sér nám til stúdentsprófs, og nám á starfsmenntabrautum. Kennslustjóri framhaldsfræðslu- og upplýsingadeildarinnar er Viveca Häggblom. Fyrsta verkefnið sem snýr að framhaldsfræðslu er að móta starfsemina, sem felst m.a. í að samhæfa verkefni á sviðinu (ráðgjöf, aðlögun og viðeigandi námskeið og brautir) auk þess, í samstarfi við önnur svið Menntaskóla Álandseyja, að þróa ákveðin viðfangsefni, þar með talið gæðastarf.

Hægt er að fylgjast með þróuninni á: www.gymnasium.ax
Tengiliður: viveca.haggblom(ät)gymnasium.ax

1294