Nýbreytni í kennsluaðferðum

 

 

Lota 1. 16. – 19. september. Kennarinn sem þjálfari í verkefnaskipulagðri stofnun
Þú munt í tilraunakenndu, verkefnadrifnu kennsluumhverfi m.a. 
• fá þekkingu, frá fyrstu hendi, um það hvernig þú getur nýtt þér námsumhverfi utan kennslustofunnar til þess að stuðla að því að nám og þekkingarmiðlun fari fram
• fá hugmyndir að því hvernig þú getur skapað áhugavekjandi námsmenningu sem er afar frábrugðin hefðbundinni skólamenningu
• fá fræðilegan grunn og hagnýta reynslu í því hvernig hægt er að nýta samtal og námshópa sem meginverkfæri í fullorðinsfræðslu 
• upplifa hvernig bæði námsþarfir þátttakenda og kennslufræði geta saman stuðlað að námi og færni til aðgerða

Lota 2. 21. – 24. október. „Leiðbeinandinn á sviðinu“ – frá æfingu til framsetningar með vinnu með fagurfræðilegar, aðferðir og æfingar leikhússins
Í lotunni munt þú þjálfast í og fá æfingu í mismunandi vinnuaðferðum m.a. .
• Mindfullness – aðferð til þess að auka einbeitingu, nærveru og áhrifaríkt nám
• Listform og vinnuaðferðir leikhússins sem þróa og styrkja leiðbeinanda hlutverkið og námsferlið
• Lifemap – lífssögur með þann tilgang að víkka út og dýpka skilning
• U-modellen – að nota minningar og skynfærin í námsferlinu (Otto Scharmer, Boston Business School) í átt að auknu námi

Þú öðlast dýpri þekkingu á fræðunum og ræðir við aðra um það hvernig þú getur nýtt aðferðirnar í starfi og um leið og þú stofnar til nýrra norrænna tengslaneta.

Dagskrá verður fljótlega inni á dagatali NVL á http://www.nordvux.net/page/13/kalender.htm

Frekari upplýsingar fást hjá:
Lisbeth Junker Mathiassen ljma(ät)tietgen.dk tlf +45 20289675
Maria Marquard, NVL, maria.marquard(ät)skolekom.dk +45 61339836