Markmiðið er að hvetja atvinnuleitendur til þess að hefja nám og þannig auka tækifæri þeirra til þess að komast út á vinnumarkaðinn. Tillögur um nýja námstyrki fyrir fólk á aldrinum 25 til 56 ára sem er án atvinnu. Námið getur verið bæði á grunn- og framhaldsskólastigi. Lagt er til að styrkurinn verði sem svarar 9.100 sænskum krónum á mánuði. Þeir sem eiga börn eigi rétt á viðbótarframlagi. Lagt er til að sveitarfélögin ákveði hverjir hafa þörf fyrir menntun og eiga þar með rétt á styrkjum. Hefja skal veitingu styrkja 1. júlí 2017. Tillögurnar hafa verið sendar út til umsagnar.
Meira