Nýr formaður Leiknar, samtaka um fullorðinsfræðsluaðila á Íslandi

 

 
Leikn er sameiginlegur vettvangur aðila í fullorðinsfræðslu á Íslandi og málsvari þeirra gagnvart stjórnvöldum. Tilgangur samtakanna er að efla fræðslu fullorðinna á Íslandi. Aðalfundur Leiknar, var haldinn þann 22. apríl sl. Samtökin hafa starfað í þrjú ár og hefur Smári Haraldsson Fræðslumiðstöð Vestfjarða gegnt starfi formanns frá upphafi. Hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Guðjónína Sæmundsdóttir, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, kosinn formaður. Nýr inn í stjórn kom einnig Emil Björnsson Þekkingarneti Austurlands. Mikill áhugi er á að efla og styrkja samtökin enn frekar og fjölga aðilum. Samtökin vilja efla tengslin við ráðuneytið, verða ráðgefandi varðandi fullorðinsfræðslu og taka þátt í stefnumótun í málefnum fullorðinsfræðslunnar.