Nýtt heiti árangursríkra aðgerða

Norska ríkisstjórnin mun áfram leggja áherslu á áætlanirnar grunnleikni í atvinnulífinu og grunnleikni í sjálfboðaliðastarfi.

 

En skipta um heiti og framvegis munu þær heita færniefling í atvinnulífinu og færniefling í sjálfboðaliðastarfi. Meginmarkmið áætlananna er að veita fullorðnum nauðsynlega færni til þess að takast á við kröfur og breytingar í atvinnulífinu. Nám undir áætlununum er í grunnleikni, lestri, ritun, reikningi, norsku og beitingu upplýsingatækni við úrlausn daglegra verkefna.

Meira