Við framkvæmd verkefnisins er svonefndri Social Impact Bonds (SIB), aðferðafræði beitt, en hún er ný leið fjármögnunar sem hefur áhrif á samfélagið. Aðferðin felur í sér að fjárfestar, sem geta verið bæði einstaklingar og stofnanir, fjármagna starfsemina og axla fjárhagsábyrgð. Hið opinbera greiðir aðeins fyrir raunverulegan árangur.
Sitra hefur síðastliðið ár byggt upp líkan fyrir fjárfestingar sem hafa áhrif á samfélagið í Finnlandi og kynntu fyrsta SIB-verkefnið í Finnlandi og á Norðurlöndunum í nóvember sl. Markmiðið með verkefninu er að bæta vinnuumhverfi í opinbera geiranum.