Nýtt raunfærnimat á Álandi

 
Innan tíðar mun álenska landsstjórnin setja af stað verkefni um raunfærnimat. Verkefnið Raunfærnimat á Álandi er styrkt af Evrópusambandinu og er sett af stað í því augnamiði að útbúa raunfærnimatskerfi á Álandi. Starfsnámsmiðstöð Álands og fræðslumiðstöðin Navigare ásamt fræðslumiðstöðvum á Íslandi, Noregi og Svíþjóð eru þátttakendur í svo nefndu þematengdu tengslanetaverkefni sem hefur fengið heitið LärVal-Norden (Raunfærnimat á Norðurlöndunum) og er það styrkt af sjóðnum NordPlus-fullorðnir. Í verkefninu skiptast þátttakendur á reynslusögum og  álitamálum er varða starfsmenntun og raunfærnimat. Reynslan, sem fæst úr báðum þessara verkefna, mun nýtast þegar við hönnun álensks matskerfis á raunfærni.
1359