Tengslanetið byggir áfram á þeirri vinnu sem unnin var í tengslanetinu “Kompetens sett ur arbetslivsperspektiv” (Hæfni séð frá sjónarhóli atvinnulífsins) (2014-2017) ásamt nýlegum skýrslum sem Norræna ráðherranefndin hefur gefið út um norræna menntunarsamvinnu, atvinnulíf og nám fullorðinna, m.a. skýrslu Poul Nielson “Arbejdsliv i Norden - Udfrodringer og forslag” (Atvinnulíf á Norðurlöndum - áskoranir og tillögur” (2016).
Markmiðið er að meðlimir tengslanetsins kynni sér til hlítar viðfangsefni og þemu sem eru sameiginleg Norðurlöndunum og vinna að sameiginlegri þekkingu og skilningi á þeim.
Fyrsta vinnustofa fyrir boðsgesti verður haldin í Osló 21. nóvember og ber titilinn “Hið stafræna ferðalag - hvernig fáum við starfsfólkið með okkur?” (Den digitale reisen - hvordan får vi de ansatte med?).