Öflugir norrænir kraftar sameinuðust i Nuuk

Á ráðstefnunni Ráðgjöf á fullorðinsárum sem haldin var í Nuuk dagana 18.-19. mars sl. voru samankomnir norrænir fræðimenn og starfandi ráðgjafar sem búa yfir víðtækri þekkingu á sviðinu.

 

Rúmlega 70 manns hvaðanæva af Norðurlöndunum og ýmsum stöðum á Grænlandi tóku þátt í ráðstefnunni Ráðgjöf á fullorðinsárum. Aðalstjórnandi NVL, Antra Carlsen lagði í opnunarávarpi sínu áherslu á að íbúar Norðurlandanna eiga að nýta sér kraftinn og læra hver af öðrum. Ávarpið var rásmerki á ráðstefnu sem fjallaði um ráðgjöf, frumkvöðulshátt og raunfærnimat.

Allir þátttakendur og frummælendur frá Norðurlöndunum komust áfallalaust til Nuuk nema þrír þátttakendur frá Álandi sem af tæknilegum örsökum urðu að hætta við þátttöku í ráðstefnunni. 

Dagskrá ráðstefnunnar er hér: http://nvl.suliplus.dk/

af Anne Roenne, anneroenne(ät)gmail.com