Ójafnvægi á vinnumarkaði, skortur á faglærðu vinnuafli árið 2030, hærri atvinnuleysisbætur renna stoðum undir aukin tækifæri til menntunar

Þetta eru þau umfjöllunarefni sem eru efst á baugi í þemaútgáfum viðskiptaráðs verkalýðshreyfingarinnar í Danmörku.

 
Mynd: Rodolfo Quirós Mynd: Rodolfo Quirós

Viðskiptaráð verkalýðshreyfingarinnar gefur út þemabundin hefti um efni eins og vinnumarkaðinn, menntun, opinber fjármál, vöxt og grænt hagkerfi og fleira.

Í nýlegri útgáfu kemur fram að ójafnvægi á vinnumarkaði hefur meðal annars í för með sér að á árinu 2030 er líklegt að á vinnumarkaði skorti 99.000 faglærða, 24.000 einstaklinga með styttra háskólanám og 13.000 með meðallangt háskólanám.

Á sama tíma verður offramboð á ófaglærðu starfsfólki upp á 59.000 manns, 51.000 stúdenta og 25.000 einstaklinga með langt háskólanám að baki.

Reynist lýsingin á þróuninni rétt mun það meðal annars hafa í för með sér skort á hæfu faglærðu starfsfólki, auknu atvinnuleysi og lægri þjóðarframleiðslu.

Hækkun menntunarstigs vinnuaflsins getur dregið úr ójafnvæginu og aukið þjóðarframleiðsluna um um það bil 105 milljarða danskra króna.

Lesið þemaheftið: ”Danmark mangler 99.000 faglærte i 2030. Tema: Ubalancer på arbejdsmarkedet”