Ómenntað fólk undir 30 ára aldri fær ekki lengur framfærslueyrir

 

Þann 1. janúar sl. tóku nýjar reglur um úthlutun framfærslueyri gildi í Danmörku. Um leið tóku nýjar reglur um úthlutun menntastyrkja sem eru sambærilegar við námsstyrki (SU) gildi. Þeir sem eru yngri en þrjátíu ára og ekki hafa aflað sér menntunar fá menntastyrkir í stað framfærslueyris.

 

Unga fólkið á að hefja nám eins fljótt og auðið er en ber að vinna og sjá sér farborða eftir getu þar til það getur hafið nám.  Ungt fólk sem ekki hefur undirstöðu til þess að hefja nám verður að vera reiðubúið að taka þátt í aðgerðum til undirbúnings náms. Þeir sem erfiðast eiga uppdráttar og taldir eru ófærir um að sækja nám fá viðbætur sem svara til framfærslueyris.  

Einstæðir foreldrar og ungar mæður njóta sérstaks stuðnings og fjárhagsstyrks til þess að sækja nám. Hluti af nýju reglunum felst í því að koma á nýju kerfi  fjárhagsaðstoðar fyrir fullorðna og ungt fólk í námi. 

Nánar um nýju reglurnar á  Bm.dk