Þörf á nýjum hugmyndum um fagskóla

 

 

Í vikunni hafa verið birtar tvær nýjar skýrslur um fagskóla í Noregi. Önnur þeirra er VOX-spegillinn, þar er gerð grein fyrir tölfræði og stöðu fagskólanna. Hin er norsk opinber greinargerð „NOU 2014:14 Fagskolen – et attraktivt utdanningsvalg“,  með ráðleggingum um framtíð fagskóla. „Það er þörf á nýjum hugmyndum um fagskóla“, sagði formaður ráðsins Jan Grundt þegar hann afhenti Torbjørn Røe Isaksen menntamálaráðherra greinargerðina þann 15. desember.

Staðreyndir um fagskólann og þátttöku fullorðinna

Fagskólamenntun felst í starfsmiðuðu námi að loknu námi í framhaldsskóla eða mati á sambærilegri raunfærni og er valkostur í æðrimenntun í stað háskóla. Í síðustu útgáfu af VOX-speglinum kemur fram að haustið 2013 luku 16.420 fullorðnir einstaklingar fagskólamenntun í Noregi. Hlutfall fullorðinna stúdenta hefur verið nokkuð stöðugt síðastliðin þrjú ár, en þeim hefur fjölgað sem taka námið sem hlutanám. Haustið 2013 lögðu 53 prósent stund á nám í fagskóla sem hlutanám, en það er aukning um fimm prósentustig frá árinu 2011. 

Ráðleggingar framtíðina 

Í greinargerðinni (NOU) leggur ráðið fram 49 tillögur um aðgerðir sem beinast einkum að yfirvöldum, fagskólunum og atvinnulífinu. Fagskólaráðið óskar eftir að þessir þrír aðilar taki eignarhald sitt á geiranum sterkari tökum. „Fagskólinn hefur um árabil þróast án þess að honum hafi verið mörkuð heildarstefna. Ný stefnumörkun gæti lyft þessum geira menntunar svo hann verði raunverulegur valkostur æðrimenntunar sem nýtur virðingar og leiðir til aukinnar og betri vinnuskiptingar á milli fagskólanna og háskóla. Það gæti skapað svigrúm og eflt gæði bæði í fagskólunum og háskólum“ segir Torbjørn Røe Isaksen til við ríkisstjórnina.

Les saken om fagskole på vox.no

Lesið greinargerðina NOU 2014:14 hos regjeringen.no 

Skjöl: 

Vox spegillinn 2014 um fagskóla

NOU 2014:14 Fagskolen – et attraktivt utdanningsvalg