Síðastliðið hálft ár hefur starf NVL á Grænlandi snúist um að festa vinnuna í sessi eftir að nýr tengiliður tók við. Jafnframt er fulltrúi Grænlands í ritstjórninni nýr. Nú sitja fulltrúar Grænlands í fjórum netum NVL, Distans, neti um beitingu upplýsingatækni við ráðgjöf, sérfræðinganetinu um raunfærnimat og netinu um nýskapandi kennsluaðferðir. Þá hefur verið komið á samstarfi við Hallo Norden er varðar ráðgjöf fyrir fullorðna um tækifæri til náms og starfa á örðum Norðurlöndum. Á Grænlandi hafa ný lög og reglugerð um ráðgjöf og fullorðinsfræðslu tekið gildi, hægt er að nálgast þau á: www.inatsisit.gl