Ráðgjafanefnd fyrir Hnattvæðingarráðið

 
Hnattvæðingarráðið hefur skipað ráðgjafanefnd. Nefndinni hefur verið falið að kanna gæði  skýrslna og gefa ráð um hvernig vinnu ráðsins skuli hagað auk þess að breikka tengslanetið. Í nefndinni sitja Karolina Ekholm, dósent í þjóðhagfræði við Háskólann í Stokkhólmi,  Victor D. Norman, prófessor við Verslunarháskólann í Noregi og fyrrverandi vinnumálaráðherra Noregs, Kjell Nyman, skrifstofustjóri i menntamálaráðuneytinu og Tomas Ries, forstjóri fyrir Utanríkismálastofnunina. Sænski menntamálaráðherrann Lars Leijonborg er formaður Hnattvæðingarráðsins og prófessor Pontus Braunerhjelm er aðalritari.
Meira: http://utbildning.regeringen.se/sb/d/1454