Ráðherrar kynna Rétt unga fólksins um allt land

 

 

Réttur unga fólksins á að tryggja öllum yngri en 25 ára og nýútskrifuðum yngri en 30 ára tækifæri til atvinnu, náms, nema- og starfsþjálfunar eða til endurhæfingar innan þriggja mánaða frá því að þeir verða atvinnulausir.  
Nú eru 110 þúsund manns í Finnlandi á aldrinum 20 til 29 ára sem aðeins hafa lokið grunnskóla og rúmlega 70 þúsund eru atvinnuleitendur. Um það bil 40 þúsund manns á þessum aldri teljast hvorki vera í námi né atvinnu. Kostanaður finnska ríkisins vegna þessa unga fólks er talinn vera um það bil 300 milljónir evra á ári. 

Meira: Minedu.fi