Ráðstefna um nýsköpun dagana 4.-5. júní 2012 í Osló

 

 

Málefni eins og: „Hvernig er hægt að tryggja að allir njóti góðs af nýsköpun en ekki aðeins úrval skapandi fólks?“ „Hindranir og tækifæri – kennslufræðileg, mannúðleg, pólitísk og skipulagsleg til þess að koma á nýskapandi og sjálfbærar lausnir?“ eru gild og verða rædd á ráðstefnunni.
Ráðstefnan er skipulögð sem þverfaglegur norrænn vettvangur fyrir alla sem láta sig framhaldsfræðslu varða auk fulltrúa ráðuneyta og vinnumarkaðarins. Skipulagið býður bæði upp á andríka fyrirlestra og vinnustofur, samræður og upplifanir.

Þróun og miðlun á reynslu og tenging á milli fræða og framkvæmdar á sér stað í 8 málsþingum. Þemu þeirra eru:
Málþing 1: Nýskapandi lands- og svæðisbundnar stefnumótandi aðgerðir áhrif á skipulag og framkvæmd.
Málþing 2: Nýskapandi samstarf á milli opinberra, einkarekinna fyrirtækja og menntunar, virkni, áhrif á framkvæmd og nám.
Málþing 3: Nýskapandi námsumhverfi – áskoranir og tækifæri, færni kennara, stjórnunarhættir og fleira.
Málþing 4. Nýsköpun starfsmanna, nám á vinnustað.  
Málþing 5: Nýsköpun í uppeldisfræði, kennslufræði og  námi – að læra og nýskapandi námsferlar.
Málþing 6: Nýskapandi færniþróun, stjórnenda, veitanda og kennara.
Málþing 7: Nýsköpun, upplýsingatækni, félagsmiðlar og nám.
Málþing 8: Nýsköpun – velferðarsamfélag og sjálfbær þróun.

Norræna ráðherranefndin styrkir ráðstefnuna.

Dagskráin er uppfærð reglulega á: HTML