Ráðstefna um rannsóknir og reynslu af fullorðinsfræðslu og símenntun

 

Þann 12. desember 2013 héldu Miðstöð færniþróunar (NCK) í Danmörku, í samstarfi við menntamálaráðuneytið, námsmatsstofnunina og NVL árlega ráðstefnu um fullorðinsfræðslu og símenntun. Á ráðstefnunni hittast fræðimenn og starfandi til þess að skiptast á því sem efst er á baugi á sviði rannsókna og reynslu á sviði fullorðinsfræðslu.

 

Christine Antorini, menntamálaráðherra opnaði ráðstefnuna með kynningu á væntingum stjórnmálamanna og yfirliti yfir þróun á sviðinu. Þá voru kynntar niðurstöður á rannsóknum á færni Dana úr nýlegum niðurstöpum PIAAC könnunarinnar, auk reynslu fyrirtækja af færniþróun starfsfólks, frá ófaglærðu til faglærðs. Í vinnustofum ræddu þátttakendur um beitingu raunfærnimats fyrir einstaklinga, reynslu tvítyngdra af fullorðinsfræðslu og samnorrænar aðgerðir er varða raunfærnimat. 

Sæktu fyrirlestra og nánari upplýsingar um ráðstefnuna á Nck.au.dk