Rétt til náms

 

Í skýrslunni er bent á fjölda aðgerða til þess að bæta raunverulegt aðgengi til náms. Athyglinni er einkum beint að grunnmenntun, en í henni er einnig að finna tillögur sem lúta að námi á framhaldsskólastigi og námi fullorðinna. Í skýrslunni er m.a. lagt til að:

Rétt til sérstakrar skipulagningar

Í stað réttar til sérkennslu verði réttur til sérstaks skipulags náms. Þennan rétt öðlast nemendur sem ekki ná viðunandi árangri í náminu og tekur til aðgerða vegna starfsfólks, aðfanga og skipulags.  Ef ljóst er hvaða skipulagsbreytinga er þörf og skólinn, stjórnendur, skólasálfræðingur og kennslufræðingur eru sammála um aðferðir er hægt að beita sérstakri skipulagningu án undangengis mats sérfræðinga.

Sveigjanlegri námsferli

Einstaklingsmiðaðar námskrár verða þróaðar í almennum greinum til stúdentsprófs og prófa af starfsmenntabrautum.
Öllum nemendum á starfsmenntabrautum verður boðið upp á svokallaðar 2 + 2 námsbrautir óháð því hvor þeir komast á samning.
Nemendum sem hvorki fá inngöngu á bóknáms- né starfsmenntabrautir framhaldsskólans, skal boðið upp á einstaklingsmiðað nám með frávikum frá námsskrá.

Í skýrslunni er fjallað um fullorðinsfræðslu:
www.regjeringen.no/nb/dep/kd/dok/nouer/2009/nou-2009-18/8.html?id=571511
Skýrsluna í heild sinni er að finna á:
www.regjeringen.no/nb/dep/kd/dok/nouer/2009/nou-2009-18.html?id=570566