Réttur bakgrunnur nauðsynlegur til þess að ná árangri á vinnumarkaði

 

 

Í grein á síðu sænsku rannsóknarstofnunarinnar um vinnuumhverfi: arbetsmiljöforskning.se er viðtal við Gunnar Gillberg, sem rannsakar vinnuvísindi við Gautaborgar háskóla, hann telur að gjáin á vinnumarkaði sé að breikka.

Ungt fólk sem ekki hefur viðeigandi bakgrunn á erfitt með að komast inn á vinnumarkaðinn, en þar eru gerðar miklar kröfur til hæfni einstaklinganna til að skipuleggja og höndla flóknar kringumstæður.

”Ég óttast aukna mismunun í samfélaginu og vinnumarkað þar sem bilið eykst stöðugt,” segir Gunnar Gillberg, sem rannsakar vinnuvísindi við Gautaborgarháskóla.

Nánar