Bakgrunnurinn er að á hverju ári tapa yfir 5.000 nemendur rétt til þess að leggja stund á nám á framhaldsskólastigi (menntaskóla) vegna þess að þeim tekst ekki að ljúka náminu á þremur árum, eins og núverandi reglur kveða á um.
Ríkisstjórnin leggur til að fella niður kröfuna um þriggja ára tímamörk. Þessi viðbót á réttinum hefur í för með sér að skólarnir verða að axla frekari ábyrgð á nemendum sem ekki tekst að ljúka námi úr framhaldsskóla í fyrstu tilraun.
Tillögurnar kveða jafnframt á um rétt fullorðinna.
Fullorðnir sem samkvæmt núverandi reglum „hafa nýtt réttinn“ til að reyna að ljúka námi á framhaldsskólastigi, eiga einnig að öðlast rétt til þess að snúa aftur í skóla til þess að ljúka fögum á þann hátt að þeir fái viðurkennt prófskírteini eða fag/sveinsbréfi úr framhaldsskóla.
Ríkisstjórnin vill að hið opinbera geri öllum kleift að ljúka og ná námi á framhaldsskólastigi. Opna á betur aðlöguðu námi að þörfum einstaklingsins.
Þetta er mikilvægur þáttur í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem ætlunin er að leggja fram síðar á þessu vori.
Nánari upplýsingar frá norsku ríkisstjórninni hér