Ríkisstjórn Íslands veitir 300 millj. króna á tveimur árum, til starfsmenntunar

 

 
Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins eru sammála um eftirfarandi ráðstafanir og áherslur á sviði menntamála, með sérstakri skírskotun til menntunar fólks á vinnumarkaði með takmarkaða menntun.
• Stefnt verði að því að eigi fleiri en 10% fólks á vinnumarkaði verði án viðurkenndrar starfs- eða framhaldsskólamenntunar árið 2020. Markvisst verði unnið að því að skapa tækifæri og hvata til menntunar fyrir fólk sem er á vinnumarkaði og hefur takmarkaða menntun. Þá eru fyrirhugaðar umbætur á framhaldsskólastigi sem leiða til þess að fleiri finni sér námsleiðir við hæfi og ljúki skilgreindu lokaprófi á framhaldsskólastigi.
• Í undirbúningi er löggjöf sem tryggir að allir hafi tækifæri til menntunar að loknu grunnskólanámi þar sem jafnræðis sé gætt varðandi kostnaðarþátttöku hins opinbera. Samræmi verður tryggt í fjárhagslegum stuðningi ríkisins við nám á framhaldsstigi, háskólastigi og við starfsmenntanám.
• Útlánareglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna verða yfirfarnar með það að markmiði að gæta jafnræðis milli einstaklinga og hópa varðandi tækifæri til menntunar. Í samræmi við boðaða stefnu ríkisstjórnarinnar verður þess gætt að kostnaður nemenda á framhaldsskólastigi vegna skráningar- og efnisgjalda verði óverulegur og haldið í algjöru lágmarki.
• Framlög til símenntunar og fullorðinsfræðslu sem nýtist fólki á vinnumarkaði verða aukin í jöfnum framlögum um 300 m.kr. á næstu tveimur árum.
Samkomulagið er á  www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/2866