Ríkisstjórnin vill innleiða rétt til að stunda nám í framhaldsskólum fyrir fullorðna (komvux)

 

Meðal þess sem kemur fram í fjárlagafrumvarpi sænsku  ríkisstjórnarinnar að hún óskar eftir að innleiða rétt til náms á framhaldsskólastigi fyrir fullorðna sem sveitarfélögin standa fyrir.  
Samkvæmt tillögunum eiga fullorðnir að hafa rétt á að stunda nám á framhaldsskólastigi sem veitir aðgang að námi í háskólum. Ríkisstjórnin telur að brýnt sé að gera breytingar sem auðvelda einstaklingum að leggja stund á nám allt lífið. Þá er ennfremur talið að með því að veita rétt til þess að stunda nám á framhaldsskólastigi aukist jafnrétti í skólakerfinu en nú er mismunandi eftir sveitarfélögum hver réttindi fullorðinna til að ljúka námi eru. Ríkisstjórnin stefnir að því að réttindin verði innleidd á árinu 2017.

Meira